Fara í efni
Um Multi-Mam®

Um Multi-Mam®

Sagan okkar

Að ala upp barn er magnað og gefandi á ótal marga vegu en fyrstu dagarnir sem móðir og við brjóstagjöf geta einnig verið sársaukafullir og erfiðir. Margar konur skammast sín fyrir að tala um óþægindin sem þær upplifa bæði eftir fæðingu og við brjóstagjöf og vita einfaldlega ekki hvert þær eiga að leita til að fá aðstoð. Í staðin þjást þær í þögn. Að sjá nýbakaðar mæður glíma við verki og jafnvel hætta brjóstagjöf fyrr en þær hefðu ætlað sér eða langað til er ástæðan fyrir því að við þróuðum Multi-Mam.

Um Multi-Mam®

Multi-Mam er vörulína með náttúrulegum vörum sem létta á óþægindum eftir fæðingu og við brjóstagjöf. Við þróuðum Multi-Mam til þess að hjálpa nýbökuðum mæðrum að líða vel og að sjá um sig sjálfar. Því þegar mæður eru í góðu jafnvægi geta þær notið móðurhlutverksins betur og gefið börnunum sínum bestu mögulegu byrjun á lífi.

Innihaldsefni Multi-Mam®

Við vitum að þú vilt ekkert nema það besta fyrir barnið þitt og þú getur treyst því að Multi-Mam vörurnar eru í hæsta gæðaflokki. Innihaldsefni okkar eru aðallega unnin úr náttúrulegum efnum og eru skaðlaus bæði fyrir móður og barn.

Multi-Mam kompressurnar og Multi-Mam Babydent tanngelið eru byggðar á hinu einstaka og einkaleyfisvarða 2QR-efnasamabandi (borið fram „to cure“ á ensku) sem er náttúrulegt efni unnið úr Aloe Barbadensis plöntunni. Þetta magnaða innihaldsefni veitir raka og styður við náttúrulegan sáragróanda.

Multi-Mam Balm smyrslið er unnið úr olíum úr jurtaríkinu. Það klístrast ekki og frásogast auðveldlega, það verndar geirvörtusvæðið með því að endurnýja og auka náttúrulega húðfitu.

Lærðu meira um vörurnar okkar og hvernig þær geta hjálpað þér að njóta móðurhlutverksins hér.