Þarf ég að fjarlægja Multi-Mam Balm fyrir brjóstagjöf?
Nei, smyrslið er skaðlaust við inntöku og hefur hlutlaust bragð og lykt. Mælt er sérstaklega með því að bera smyrslið á strax eftir brjóstagjöf – ef það er notað rétt fyrir brjóstagjöf getur það valdið því að barnið þitt eigi erfiðara með að festa sig á brjóstinu.
Hversu oft þarf ég að nota Multi-Mam Balm?
Eins oft og þörf krefur. Mælt er sérstaklega með því að nota smyrslið strax eftir brjóstagjöf.
Ég þjáist stöðugt af sprungnum geirvörtum sem er mjög sársaukafullt. Hvað get ég gert?
Notaðu krem sem mýkir og hjálpar til við að endurnýja húðvefinn, og sem þarf ekki að fjarlægja af geirvörtusvæðinu fyrir brjóstagjöf. Multi-Mam Balm styrkir og bætir húðvefinn. Smyrslið er byggt á náttúrulegum innihaldsefnum, það er bragðlaust og alveg skaðlaust fyrir barnið ef því er kyngt, þannig veitir það bestu vörnina á meðan á brjóstagjöf stendur allan sólarhinginn. Einnig getur þú prufað Multi-Mam kompressur fyrir sárar geirvörtur.
Hver eru orsök vandamála á geirvörtusvæðinu?
Óþægindi á gerivörtusvæðinu koma yfirleitt til vegna lélegrar stöðu á munni barnsins á geirvörtunni sem veldur vitlausu sogi; það er mikilvægt að viðkvæmasti hluti geirvörtunnar fari nógu djúpt upp í munn barnsins. Notkun á vörum sem draga úr náttúrulegum vörnum húðarinnar, svo sem sápur og sjampó, geta einnig valdið sprungnum geirvörtum. Að lokum geta sveppasýkingar, exem og tilhneiging til þurrks verið möguleg orsök vandamála á geirvörtusvæðinu.
Ég þjáist stöðugt af sprungnum geirvörtum sem er mjög sársaukafullt. Hvað get ég gert?
Notaðu krem sem mýkir og hjálpar til við að endurnýja húðvefinn, og sem þarf ekki að fjarlægja af geirvörtusvæðinu fyrir brjóstagjöf. Multi-Mam Balm styrkir og bætir húðvefinn. Smyrslið er byggt á náttúrulegum innihaldsefnum, það er bragðlaust og alveg skaðlaust fyrir barnið ef því er kyngt, þannig veitir það bestu vörnina á meðan á brjóstagjöf stendur allan sólarhinginn. Einnig getur þú prufað Multi-Mam kompressur fyrir sárar geirvörtur.
Hvernig nota ég Multi-Mam Kompressur
Opnaðu bréfið sem inniheldur eina kompressu, taktu kompressuna í sundur og leggðu gelhlið kompressunnar á geirvörtusvæðið. Láttu kompressuna vera á eins lengi og þarf. Sjá ráðlagðan tíma hér að neðan.
Hvenær ætti ég að nota Multi-Mam kompressu, fyrir eða eftir brjóstagjöf?
Við mælum með að þú notir Multi-Mam kompressuna strax eftir brjóstagjöf. Ef hún er notuð fyrir brjóstagjöf getur gelið gert það að verkum að það verði erfiðara fyrir barnið að sjúga brjóstið.
Hverslu lengi ætti ég að hafa Multi-Mam kompressu á brjóstinu?
Óþægindi á gerivörtusvæðinu koma yfirleitt til vegna lélegrar stöðu á munni barnsins á geirvörtunni sem veldur vitlausu sogi; það er best er að hafa kompressuna á í 30 mínútur en að lágmarki í 10 mínútur og að hámarki í eina klukkustund.
Hversu oft get ég notað eina Multi-Mam kompressu?
Hver kompressa er einnota. Af hreinlætisástæðum skal henda kompressunni eftir notkun.
Ég er ekki með nein vandamál á geirvörtusvæðinu enn sem komið er. Er gott að nota Multi-Mam kompessu í fyrirbyggjandi skyni?
Til þess að fyrirbyggja vandamál ráðleggjum við að nota Multi-Mam Protect. Multi-Mam Protect er smyrsli sem verndar geirvörtusvæðið gegn þurrki og sprungum.
Ef barnið mitt fær gelið úr Multi-Mam kompressunni uppí sig og kyngir því, getur það verið skaðlegt fyrir barnið?
Nei, gelið er skaðlaust fyrir barnið þitt. Ekki þarf að fjarlægja umfram gel af geirvörtunni fyrir brjóstagjöf.
Hversu oft má ég nota gelið á tannhold barnsins?
Eins oft og þú vilt – hvenær sem þörf er á róandi áhrifum.
Barnið mitt hefur kyngt ansi miklu af gelinu, er það skaðlegt?
Nei, það er ekki skaðlegt þó barnið kyngi gelinu.
Gelið rennur af fingrum mér, hvernig er best fyrir mig að bera það á tannhold barnsins?
Settu gelið á snuð eða tannhring barnsins, á staði sem komast í snertingu við tannholdið.